Við ætlum að láta reyna á þetta

Samkvæmt því sem ég heyri frá vinum og fjölskyldu á Íslandi, þá er atvinnulífið heima (og þá sérstaklega fjármálageirinn) algerlega kominn í djúpfrystinn. Það er ekkert að gerast. Enginn að ráða. Mér er því ljóst að það bíður mín ekkert heima nema atvinnuleysisbæturnar.

Og jafnvel þó maður fengi vinnu þá fengi maður borgað fyrir hana í íslenskum krónum sem víst afskaplega verðlitlar. Húsnæðismarkaðurinn er í lok og lás, og að lokum er verðlag sennilega orðið svona 50% hærra en þegar við fluttum frá Íslandi.

Atvinnumarkaðurinn hér í London er töff en ekki ómögulegur. Það eru möguleikar á vinnu hérna og við ætlum, eins og fyrr sagði, að kasta teningnum. Testa þetta. Ég þarf heldur ekkert að einskorða mig við the financial sector. Í þessu árferði get ég hreinlega ekki leyft mér þann munað.

Með hörðum samdrætti í eyðslusemi okkar :) þá ætti lausafé staðan okkar að gefa okkur 1-2 mánuði hérna úti. Hluti af aðhaldinu er að flytja í minni og ódýrari íbúð - sem við gerum í lok mánaðarins. Vonandi verður hægt að finna vinnu á þeim tíma. Ég er að fara í viðtal hjá Loyds í þessari viku. Kannski komi eitthvað uppúr því.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst vel á þetta hjá ykkur! Ég var einmitt búin að pæla í því hvað myndi vera betra fyrir ykkur við að koma heim og það sem ég fann var: 1) kannski geta búið í foreldrahúsi, 2) atvinnuleysisbætur....sem er bæði alveg gott og blessað, alger björg í neyð, en ég er alveg sammála ykkur að láta reyna á þetta í London. Ef það tekst þá græðið þið svo miklu meira á því en það sem þið tapið ef það tekst ekki.....eða er það ekki?

Guðrún Arna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:24

2 identicon

Vona að það gangi vel hjá ykkur krúsídúllurnar mínar og að þetta gangi upp. Ekki skemmtilegt ástand núna. En hvernig er það, eruð þið búin að finna aðra íbúð og er ekkert mál að hætta með þessa svona í skyndi?

Gangi þér svo rosalega vel í viðtalinu Tobbi ;)

Helga (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:17

3 identicon

Ég er ennþá á því að Rannveig eigi að fá sér vinnu líka. Double income! Hún gæti tildæmis unnið í lágvöru verslun, krakkarnir sem vinna þar nú til dags eru yfirleitt á hennar aldursreki.

Keli (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 17:39

4 identicon

Guðrún: Jú. It's the only way out eiginlega.

Helga: Við erum með 1 mánaðar notice, sem við gáfum á laugardag. Svo við þurfum bara að finna íbúð og flytja inní hana fyrir 10. nóv sem er ekkert mál. Fundum eina mjög góða sem var 250 pundum ódýrari á mánuði, svo þetta borgar sig upp mjög fljótlega.

Keli: Við erum löngu búin að þvinga hana í vinnu. Hún byrjaði í Tesco en vann sig fljót upp í metorða stiganum og er núna PR hjá Gordon Brown.

Tobbi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband