Síðasta kvöldmáltíðin

Herra músa-morðingi kom hingað til okkar í gær. Þetta er sérþjálfaður músahryllir frá Lewisham Concil sem notar aðeins nýjustu tækni og bestu verkfærin til að flytja mýsnar úr okkar heimi í þann næsta.

Hann setti upp 3 "gildrur", sem eru hálf-lokuð hólf eða box, full af yndislegum kræsingum og ljúffengum bitum. Ilmurinn er víst alveg ómótstæðilegur að sögn meira að segja vandlátustu músa. Það er bara einn galli. Maturinn er eitraður.

En maður getur þá allavega hugsað til þess að vesalings mýsnar fengu, áður en þær fóru yfir móðuna miklu, fullkominn kvöldverð, heimsins bestu kræsingar. Við getum því sofið rólega yfir jólin, hehe.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú gott kæru vinir, en þið ættuð að vera vakandi svo þið fáið ekki flærnar á eftir, þær vilja stundum fylgja þegar ro....mýsnar eru dauðar.

Inga Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já þetta er alveg rétt hjá Ingu, flærnar geta verið anstyggilegar, virkar vel að nota mildison sterakrem á svoleiðis bit.

Hlakka til að sjá ykkur um jólin.

Kærar kveðjur frá okkur

Unnur Arna Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 00:08

3 identicon

ég þakka ráðin en ....

ojojojojojoj,

vona svo sannarlega að við þurfum ekki að berjast við flær næst!!!

Sesselía (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:26

4 identicon

Vá þetta er frekar ógeðslegt verð ég að segja....

elskurnar mínar passið ykkur á flónum.

Sigrún

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:41

5 identicon

Ætla rétt að vona að þið farið ekki að bera einhverja óværu með ykkur heim

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:27

6 identicon

ég get fullvissað ykkur um að hér eru engar flær! og þeim verður ekki hleypt inn ef þær reyna....

komum hrein og fín til Íslands ;)

Sesselía (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:03

7 identicon

Frábært að heyra, hlökkum til að sjá ykkur, þó aðalega Rannveigu (þið eruð samt líka rosalega skemmtileg!!!!!) Rannveigu ber bara reglulega á góma hér hjá okkur, ýmist vegna tals á brosum eða spékoppum.

Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband