Færsluflokkur: Lífstíll

Við erum á lífi!!

Kannski maður reyni aðeins að lífga upp þetta blogg áður en maður yfirgefur pleisið...

Ýmislegt gerst frá síðasta updeiti. Við erum á leið til Svíþjóðar í október / nóvember, þar sem ég mun hefja doktorsnám og Sesselía ætlar að eiga barnið þar (hvurs kyn við fengum ekki að sjá síðasta júlí). Planið er að setja Rannveigu á leikskóla í janúar, skólinn hjá mér byrjar 15. nóvember. Sesselía verður í fæðingaorflofi í eitt ár, eða til sirka jan 2011.

Líklegast mun þetta blogg verða lagt niður eða amk skipta um nafn þegar við flytjum til Svíþjóðar, ég geri fastráðlega ráð fyrir að bloggið muni lifa vel við þá. Enda skólalíf miklu líklegri áburður á blogg en vinna í banka. Þar að auki verður Sesselía í "fríi" (híhíhí á Sesselíu).

Vona svo að Fjölnir lifni við og taki fimleikastrákana í kvöld!

Tobbi


Pepsideildin 2009

Stóri leikurinn er á fimmtudaginn, KR-FH í Frostaskjólinu. Þar kemur í ljós hvort taphrina okkar gegn fimleikafélaginu síðan 2004 sé á enda.

pepsideild2009-4umf

 

T


Hlaupabólu uppdeit

Já eins og Tobbi sagði þá er hún Rannveig greyið komin með hlaupabólu, og ekkert smá tilfelli :S

Ég var á tímabili í nótt að hugsa um að fara með hana á A&E (bráðamóttökuna) því hún hætti ekki að gráta, gat ekkert sofið og var orðin alveg úttauguð.

Við vorum annars að koma frá heimilislækninum hennar þar sem hún fékk uppáskrifuð 3 lyf. Eitt til að slá á kláðann og róa hana, annað til að lækka hitann og minnka bólgurnar og þriðja til að maka á kroppinn til að slá á kláðann. Voru sko tvær ánægðar sem löbbuðu útúr apótekinu áðan :)

S


Brighton og chicken pox

Skelltum okkur til Brighton á laugardaginn, bara stutta dagsferð. Vorum gríðarlega heppin með veður, heiðskýrt og 20+ gráður - reyndar smá vindur.

 2009-Apr-037

Brighton er þessi gamli enski partýbær. Fullur af stúdentum að djamma yfir helgina, skyndibitamatur, fish & chips og skemmtistaðir útum allt. Við tókum eftir því uppúr kl 17 að ströndin var farin að fyllast af þessu liði (sennilega að vakna og byrja næsta kvöld). Þá ákváðum við að halda af stað heim til London.

Annars er vesalings Rannveig komin með hlaupabóluna. Við tókum fyrst eftir fáeinum rauðum blettum á sunnudagskvöld, en þar sem hún hefur undanfarið lent svolítið í skordýrabitum, þá vorum við ekki viss. En mánudagsmorguninn var hún orðin ein hlaupabóla.

 2009-Apr-063

Þetta á að ganga yfir á 10-21 dögum. Vonandi að þetta raski okkar plönum of mikið.

T

PS. Nýjar myndir á barnalands-síðunni hennar Rannveigar

 


Rannveig

Rannveig var að púsla púsl með kýr og kálfinum hennar.

S: "Hvað ertu að púsla þarna Rannveig?"

R: "Kýrina og ... og cowlingur"


Anti Capitalism

Mér var bannað að fara í vinnuna á morgun. Ástæðan er sú að Lloyds óttast það að mótmælendur verði ofbeldisfullir - sem þeir voru síðast - og haldi starfsfólki lokuðu á skrifstofum með SIEGE-í í City of London.

Margir af leiðtogum þessara svokallaðra mótælenda (lesist: hræsnara) eru uppi með mjög aggresíft language, eins og það eigi að hengja bankamenn uppí ljósastaurum og fleira í þeim dúr.

Það eru sem sagt engir sénsar teknir og 2/3 látnir vera heima.

T


VG

Ég ætla svíkja prinsipp í þessum kosningum og kjósu útá það skammtíma ástand sem hrjáir Íslendinga, sem ég hef miklar áhyggjur.

T


Denial - anger - bargaining - depression - acceptance

Mér finnst Íslendingar margir (alls ekki allir) eigi auðveldara að sjá flísina í auga bankamanna heldur en bjálkann í sínu eigin. Þessa samtíðarsögu las ég á Silfri Egils á Eyjunni:

"Sæl/Sæll

Langar að segja ykkur aðeins sögu okkar hjóna.
Við upphaf kreppunnar var um 1 ár síðan við keyptum íbúðina okkar, við vorum einnig með aðrar skuldir en þetta hafðist alveg.
Þegar bankarnir hrynja, þá hrapar maðurinn minn í launum um næstum 2/3.
Ég held sömu launum en það þýðir samt það að við getum ekki staðið í skilum."

Svo heldur konan áfram að segja sína raunarsögu, sem er heldur þunglyndisleg og endar á gjaldþroti hjónanna.

Svona sögur finnst mér sorglegt að heyra, og finn til með öllu þessu fólki sem fer í gegnum þetta. En hvort það eigi að koma í veg fyrir þetta með að grípa inní með fyrirgreiðslu - eða heimta aðrir greiði þessar skuldir, finnst mér útí hött.

Fólk - sem fyrir er skuldsett - tekur enn meiri lán, útá tekjur sem eru í besta falli vafasamar (hvaða laun hrapa um 67% í einum vetvangi?) verður einfaldlega að taka afleiðingum sinna (stjúpid) ákvarðanna. Þetta fólk lifði í góðæri og græddi á tá og fingri (þótt það vilji eflaust ekki kannast við það). Lifði hátt og féll harkalega.

Sennilega gerði þetta fólk sér ekki grein fyrir áhættunni sem það var að ganga útí þegar það skuldsetti sig. En það breytir ekki því að fólk verður að bera ábyrgð á sjálfu sér, og feisa slæmar ákvarðanir sem það tekur.

T


Að veðja á krónu

Inn- og útflytjendur verða, náttúru starfs síns vegna, fyrir mikilli gjaldeyrisáhættu. Það er að segja, innflytjandi kaupir fyrir erlendan gjaldeyri (segjum EUR), og selur fyrir krónur (ISK), græðir ef krónan styrkist, öfugt fyrir útflytjandann, hann græðir ef krónan veikist.

Þessir aðilar eru miklir sérfræðingar á sínum sviðum, t.d. fiskifélög, bílasalar, álframleiðendur, sokkasmiðir og fleiri. Þeir hafa góða þekkingu á sínu fagi. En, það sem þeir hafa alls ekki er skilningur eða kunnáttu á fjármálum markaðanna, og ættu því aldrei að taka gjaldeyrisáhættu.

Takið eftir að þegar ég segi gjaldeyrisáhættu þá meina ég, að þeir ættu aldrei að veðja á hvort krónan veikist eða styrkist. Þeir einfaldlega hafa ekkert fyrir sér í því og setja hagsmuni félagsins í voða með slíku braski (finnst mér). Þeirra sérþekking liggur í grunn starfsseminni sjálfri, ekki fjármálunum sem óhjákvæmlega hafa þó áhrif á árangur þeirra. Hvað er til ráða?

Þetta vandamál með auðveldum hætti leysa. Nefnilega með kaupum á svokölluðum gjaldeyrisafleiðum sem í stuttu máli virka þannig: tökum fiski útflytjanda sem dæmi. Hann selur fisk fyrir EUR en greiðir kvóta með ISK. Þá gerir hann samning við bankann sinn þannig að á tilsettum degi (þegar hann selur fiskinn) þá skuldbindi hann sig að selja evrurnar sem hann fær fyrir fiskinn til bankans fyrir krónur á tilsettu gengi (sem stærðfræðilega er reiknað út).

Svona gjaldeyrisvörn virkar svo þannig að hækki virði aflans vegna þess að krónan veikist þá kemur tap á afleiðunsamninginn. Lækki hins vegar virði aflans, gefur samningurinn af sér gróða. Nettó niðurstaðan er, engin áhrif vegna gengisbreytinga (fyrir utan þóknunina til bankans).

Þeir inn- og útflytjendur sem gera ekki svona samninga eru að veðja á að krónan veikist eða styrkist, svo einfalt er það.

Það er einmitt þeir sem hafa veðjað mest sem settu Ísland á hausinn. Ekki hinir sem reyndu að offsetta veðið, og einbeinta sér að raunverulegu starfseminni - en einhverju gambli sem þeir hafa ekki hundsvit á.

T


Allt að gerast

Já það ríkir mikil gleði á heimilinu um þessar mundir :D bæði sett af ömmum og öfum eru að koma í heimsókn núna í mars ....jeiiii , við færum að sjálfsögðu flugfélögum Íslands þakkir fyrir gott (eðlilegt) verð á flugi til London

Ég (S) er um það bil að fara yfir um af stressi, núna eru þrjár viku eftir af kennslu hjá mér, skólinn klárast 20.mars. Á þessum tíma sem er eftir á ég að flytja 2 fyrirlestra, skrifa 3 ritgerðir og skila inn tillögu að mastersritgerðinni minni. Ég svitna bara við að skrifa þetta niður ;) ... eeen eins og með flest annað þá hlýtur þetta að reddast, það verður alla veganna mitt mottó næstu dagana

Rannveig á svo afmæli á fimmtudaginn, við ætlum að fara og kaupa Thomas köku til að taka með í leikskólann og gefa krökkunum....bannað að gagnrýna bökunarleysi....kanski ég baki Betty Crocker köku handa okkur hérna heima. Gríðarlega myndarleg ;)

S


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband