Færsluflokkur: Lífstíll
26.2.2009 | 20:29
Londonlíf no. 343
Löngu kominn tími .. já já ég veit.
Ég var að hlaða upp massa mikið af myndum á netið. Þær eru geymdar á Barnalands síðunni hennar Rannveigar, sjá hér. Ef þið eruð ekki með lykilorðið þá sendiði okkur Sesselíu bara línu og við kippum því í laginn.
Staðan okkar hér í London er góð. Hvað svo sem fréttirnar á Íslandi segja um England, þá er ástandið hérna bara sæmilegt, og fer batnandi nota bene. Menn eru loksins farnir að horfa til framtíðar. Ég er samt ekki enn kominn með fasta stöðu hjá Lloyds - og ekki líkur á að það gerist í bráð. Þeir rúlla örugglega samningnum bara áfram næstu mánuðina.
Afmælið hennar Rannveigar eru að koma í næstu viku 5. mars fyrir þá sem ekki muna!! Við foreldrarnir erum að spá í að gefa henni "tvíhjól" eins og Sesselía kallar það - en það er í raun algert rangnefni. Fjórhjól væri rétt nafn á þetta, því við erum að tala um venjulegt 2-hjól með hjálparadekkjum (+2 hjól ekki satt)?
Keyptum okkur Guitar Hero World Tour um daginn .. úff. Þvílíkt gaman. Ég skora á hvern þann sem þorir að koma til London í keppni - og horfa á hann gráta, múhahaha.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 21:07
Cumberland Lodge
Jæja, þá er ég komin heim úr þriggja daga workshopi (fylleríisferð) með skólanum. Þetta var sum sé workshop á vegum stofnunarinnar sem prógrammið mitt er í - European Institute. Við fórum til Cumberland Lodge http://www.cumberlandlodge.ac.uk/ sem er rétt hjá Windsor (þar sem drollan býr) og hlustuðum á fyrirlestra um "the financial crisis".
Það komu margir mjög skemmtilegir lesarar, til dæmis Jón Daníelsson (ég fékk mikla athygli eftir fyrirlesturinn hans) Willem Buiter (sem er td búin að vera eitthvað að vesenast á Íslandi) og svo fengum við líka einn af aðal ráðgjöfum Gordons Brown í heimsókn. Að lokum verður að nefnast að það voru gríðarlegar skemmtanir bæði kvöldi sem við vorum í kastalanum........ég er enn að jafna mig!
Eini gallinn við alla þessa fyrirlestra er að þeir gerðu mann rosalega svartsýnan, allir kallarnir vildu meina að við værum ekki komin á botninn á krísunni...yrði líklega fyrri part sumars. Auðvitað lítið sem maður getur gert í því....
Annars er Rannveig opinberlega orðin snillingur núna :D Kennararnir á leikskólanum tóku Tobba tali í gær og voru að segja hvað þau voru impressed yfir því að hún kunni stafinn sinn og að hún þekki nafnið sitt þegar það er skrifað. Hún kann núna stafinn sinn R og minn S og Tobba T/Þ. jú og hún veit að Árna afa stafur er A ;) svo veit hún líka að Natalie (aðal kennarinn hennar) á N. Hún er víst eina á deildinni sinni sem kann stafina eða hefur áhuga á stöfunum
smá mont hér.....hehe
S
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2009 | 14:12
the sun
Lenti í örlítið óþægilegu atviki í morgun í lestinni.....
ég sum sé settist á milli tveggja karlmanna sem voru að lesa dagblöð, í sjálfu sér mjög saklaust. Þegar ég var búin að koma mér vel fyrir sá ég að þeir voru að lesa "the Sun" sem er svona slúðurblað, ekki ósvipað DV heima. Nema hvað að auðvitað voru þeir báðir með opið á blaðsíðunni þar sem er alltaf berbrjósta kvenmaður!!!
ég er kanski orðin of mikil tepra en mér leið ekkert allt of vel í stútfullri lest sitjandi á milli tveggja karla sem voru að skoða berar stelpur :/
S
viðbót...
þetta var greinilega dagurinn : sitjum hliðina á Sesselíu og skoðum berar konur. Maðurinn sem sat hliðina á mér á heimleiðinni var nefnilega líka að lesa þetta ágæta blað...og að sjálfsögðu með opið á nöktu dömunni mest allan tíman
Lífstíll | Breytt 5.2.2009 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 09:25
Snjórrrr
jebbs, það er allt á öðrum endanum hér í London og UK núna. Við vöknuðum í gærmorgun og sáum að það var svona 15cm snjór úti. Tobbi ákvað nú samt að athuga hvort að lestin gengi uppá að komast í vinnuna......hann kom heim hálftíma síðar með þær upplýsingar að það væru engar lestir hjá South eastern (lestirnar sem við tökum til að komast niður í central L) og heldur engir strætóar.
Hann komst nú samt á endanum í vinnuna, gekk í einn og hálfan klukkutíma að næstu opnu neðanjarðarlestarstöð og gat tekið hana áleiðis, gekk svo aftur í einhvern hálftíma að vinnunni.
Leikskólinn hjá Rannveigu var lokaður, starfsfólkið komst ekki í vinnuna og allri kennslu í skólanum hjá mér var aflýst - í gær og í dag. Við Rannveig höfðum það sum sé náðugt í gær (og stefnum á svipað í dag). Ég vildi auðvitað fara út og leika í snjónum í gær....dró greyið Rannveigu útí Mountsfield garðinn sem er hér nálægt og ætlaði sko aldeilis að búa til snjókall og fleira skemmtilegt....
Rannveig var ekki sammála og var skíthrædd og taugatrekkt útaf öllum snjónum, kornið sem fyllti svo ofsa hræðslu mælinn hennar var þegar ég fleygði mér í snjóinn og gerði snjóengil....barnið trylltist af hræðslu og lyppaðist niður :( ég að sjálfsögðu hló smá en mér var ekki hlátur í hug 20 mínútum seinna þegar ég var loksins komin með hana heim (þurfti auðvitað að halda á henni alla leið) og hún var ennþá grátandi. Eftir þessa svaðilför þá bað hún um að fá að leggja sig og svaf í 2 klukkutíma.
eeen Við gerðum aðra tilraun seinna um daginn og þá bara í litla garðinum okkar, það gekk miklu betur og bjuggum við til svaka fínan snjókall og nokkra snjóengla.
Það verður að segja að það er ofsa kósí að fá bara frí í vinnunni og skólanum þegar það kemur smá snjór ;) í dag er til dæmis sól og heiðskírt og snjór....bara næs
S
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2009 | 20:54
Been there, done that
Efnahagur Stóra Bretlands skelfur þessa stundina. Menn hafa ekki verið svona svartsýnir síðan í Sept 2008 ... ekki beinlínis langt síðan, en það var einmitt í þeim mánuði þegar fjárfestingabankinn Lehman Brothers féll, sem var upphafið að hruni Íslands svo eitt dæmi af fjölmörgum sé tekið.
Hlutabréf breskra banka hefur hrunið síðustu 2 daga, en einmitt um helgina gaf RBS (Royal Bank of Scotland) yfirlýsingu um GBP 8bn tap á 1. ársfjórðungi. Þetta er sirka ISK 1600milljarðar. Við í Lloyds sameinuðumst skoska bankanum HBOS um helgina, sem var (er) stór þátttakandi á húsnæðismakaðinum. En húsnæðismarkaðurinn hér í Bretlandi er, líkt og á Íslandi, á leiðinni til helvítis.
Svo er pundið búið að hrynja síðastliðna 6 mánuði. Fólk talar um að bankarnir séu "of stórir" til að ríkisstjórnin leyfi þeim að hrynju (sounds familiar?). Ennfremur kvarta bankamenn að "fjölmiðlamenn séu nú ekki beint réttlátir í umfjöllun sinni" (heard that before). Lausfé staða fjármálakerfisins er sögð sterk og, ólíkt Íslandi, þá geti ríkisstjórnin komið í veg fyrir hugsanlegt hrun (really?).
Ég verð að segja, að fyrir Íslendingi er þetta eins og eitt risastórt deja vu. Nákvæmlega sömu yfirlýsingarnar. Sömu áhættumælikvarðarnir farnir að pípa. Hvað er framundan?
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 20:00
Helgin komin loksins ...
Lífið gengur í fullkomri lotu þessa dagana: vinna-læra-elda-vaskaupp-sofa
Sesselía sá fólk fyrir utan skólann sinn um daginn, umvafið ísraelska fánanum, og kallandi á réttlátari sýn á aðgerðum þeirra: það er að segja, þeir vildu meiri pro-israel fréttir og umfjallanir.
Vinnan hjá mér hectic. Samruninn við Skotana verður í næstu viku, og gríðarleg undirbúningsvinna í gangi. Uppá framhaldið þá vona menn það besta, undirbúa sig fyrir versta.
Rannveigu líður mjög vel, loksins kominn í rútínu. Hún ætlar að hætta sofa með bleiju í nótt - við erum samt tilbúin með pissulak undir öllu. Tími til kominn, hún hætti með bleiju á daginn fyrir núna hálfu ári rúmlega ... :Þ
Að lokum hvet ég alla góða menn til að ganga til liðs við hið eina sanna lið Lundúnar. Hið samba bolta spilandi suð-austur Londoníska MILLWALL. Þeir eru að vísu í C-deildinni, en það tekur bara 30 mín að komast á völlinn, kosta 15-20 pund inn og þú færð alltaf miða.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2009 | 16:32
seinheppin . is
Við fluttum inn í nýju íbúðina 7. nóv 08. Höfum sum sé búið hér í rétt rúma 2 mánuði.
Fyrst komu músahelvítin.
Svo bilaði boilerinn, og hitinn fór af í húsinu.
Núna fyrir um 2 klst hrundi veggurinn í garðinum ....
Allt er þegar þrennt er, er það ekki?
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2009 | 14:59
mmmm
stutt og laggott,
hitinn er kominn i lag i ibudinni okkar! jeijjjjj :D
nuna virka lika allir ofnar ooog tad er haegt ad fara i sturtu sem er ekki eins og dropateljari, ny og betri ibud sum se.
S
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 00:37
Ég er orðinn útlendingur
Verandi 3-manna íslenska fjölskylda í London yfir áramótin ákváðum við að skella okkur af afli niður í nostalgíuna/heimþrána og gláptum allt kvöldið á íslenskt efni stream-að í gegnum internetið. Byrjuðum á innlendu fréttaefni, svo erlent, og enduðum loks á áramótaskaupinu.
Allt þetta þótti mér hin mesta skemmtun. Að vísu fannst mér innlendi fréttahlutinn heldur of fullur af "I told you so" fréttum, það er að segja, fréttir af spámönnum og völvum sem áttu að hafa séð hrunið fyrir. You´re right. Samt pínku fyngið að sjá hina og þessa alþingismenn drulla yfir IMF og fleiri. Hehe.
Eitt sem ég skildi þó ekki. Hvað varð um allar íþróttafréttirnar? Unnum við ekki silfur á einhverju geimi hérna í sumar? Spánverjar unni EM í fótbolta. Missti ég af "íþrótta annál 2008"? Ég hélt alltaf að þetta væri partur af fréttayfirlitinu þeirra. Well.
En mest sjokkerandi við kvöldið fannst mér þó þegar við kona mín voru að horfa á skaupið (sem við vorum sammála um að væri með besta móti), þegar það komu trekk í trekk atriði og sketsar þar sem var verið að gera grín að einhverju fólki sem við höfum ekki hugmynd um, eða situasjónum sem við vissum ekki jack hvað væru. T.d. þessa dæmi þar sem Jón Gnarr er að tala eins og asni með höndunum sínum (apparently var það Páll Óskar), og einhver sjónvarpsþáttum sem sökkaði (við erum ekki enn búin að komast að því um hvað það snérist).
Fokk. Ég er orðinn útlendingur.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 11:12
Kalt 2009
Það er svo sannarlega köld byrjun á árinu 2009 hjá okkur hér í London! Fjandans Boilerinn okkar sem sér um að hita vatnið og dæla því í ofnana ákvað að bila kl 19 á gamlárskvöld...við náðum þó að hafa það huggó það kvöldið en fórum að sofa í ullarsokkum og alklæðnaði
á nýársmorgun vöknuðum við í ííískaldri íbúð og klæddum okkur í enn meiri föt og kveiktum á kertum, reyndum auðvitað að gera þetta bara huggó, svona eins og okkur er lagið ;) Það verður að fylgja með að þar sem dóteraríið bilaði á gamlárskvöld var nátla enginn sem gat komið og lagað þetta hjá okkur...
Sem betur fer erum við svo heppin að Gauti og Vera nágrannar okkar leyfðu okkur að koma og hita kroppinn í heitu, fínu íbúðinni þeirra :) Núna erum við Rannveig bara að bíða eftir viðgerðarmanninum.
Fall er fararheill, vonum að árið 2009 verði betra en 2008! Gleðilegt ár :D
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)