Færsluflokkur: Lífstíll

Vinna, flutningur og Sesselía

Ég byrja vinnu hjá Lloyds TBS bankanum sennilegast á mánudaginn í næstu viku. Ég verð staðsettur í deildinni Risk & Liquidity og mun sinna skýrslugerð og áhættu útreikningum. Þetta er Global deild sem þýðir að við verðum að vinna með hin fjölþjóðlegu útibú Lloyds (þeir eru með stór útibú í yfir 10 löndum; USA, Ekvador, Singapúr, Dubai o.fl). Þetta þýðir að ég verð mögulega á þeytingi (y eða i?) um allan heim í þessu starfi.

Við flytjum á laugardaginn. Fáum 3 fíleflda menn til að aðstoða okkur. Þeir fá hrós skilið .. og það sem skiptir meira máli, pizzu, bjór og freyðivín að verki loknu. Við ætlum nefnilega að halda innflutningspartý samhliða flutningunum. Tæpar 2 flugur í rúmlega 1 höggi.

Sesselía er að læra allar pólitískar og hagfræði hliðar evrópusambandsins (EU). Hún bíður spennt á hliðarlínunni eftir því að Ísland kinkar kolli til EU. Okkur þykir ekki ólíklegt að það gerist í vetur og því ekki hægt að biðja um betri tíma til að útskrifast fyrir hana. Hún ætlar að reyna komast að í einhverri samningsnefnd, ráðgjafanefnd eða öðru starfi sem hefði með inngönguna að gera.

T


Miðvikudagsþrautin

Nefnið næstu töluna í röðinni: 10001, 122, 101, 32, 25, 23, 21. (10%)

Skýrið regluna í röðinni (90%) 

Sá sem fyrstur nær 100% fær gullverðlaun afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, auk þess að hljóta heiðurs og virðingar sem hingað til eingöngu KRingar hafa hlotið í sögu íslenska lýðveldisins.

 


Fékk vinnuna!

Lloyds TBS here I come.

T


Hjálp

Mér finnst vera komið upp nýtt platform fyrir réttinda baráttu og kjarabótum fyrir Íslendinga. Það grundvallast á incompetence alþingismanna okkar. Það er að segja vanhæfi þeirra.

Spáum bara aðeins í þessu. Við erum 300þús sem búum á Íslandi. Við eigum 1 góðann fótbolta gaur, 1 góða söngkonu, 1-2 góð tónlistabönd, 1 góða stangastökks stelpu, 1 semi-ágætan krimma rithöfund. Væri það ekki ótrúleg bjögun á þessari meðaltalsreglu að í ljósi þessa afreksfólks þá eigum við allt í einu eigum 63 geðveikt brillíant alþingsmenn? Sæll! Hvar ert þú að smíða geimflaugar?

Sjálfstæðismenn eru alveg búnnir að kúka upp á bak. Sorry en hvernig sem á það er litið, þá er það þeirra ógagnrýna kapítalíska stefna síðustu 17 ára sem kom okkur hingað. Geir Haarde er núna bara skræfa sem þorir engu, segir ekkert, gerir ekkert.

Vinstri græn eru fanatíkerar sem eru á móti aðstoð IMF, EU og vilja koma á fót netlöggu. Frjálslyndir hata non-aría og Framsókn .. humm .. Framsókn er eiginlega bara splitthópur úr Samfylkingunni. Sem er svo sem skást þessara flokka, en ég sé ekki drive-ið í henni. Það er að segja, hún hefur öll réttu málin á dagsskrá, en það er enginn sem krefst að koma þeim í gegn núna.

Nei, nú held ég að það sé best fyrir okkur að kalla til vina okkar og nágranna eftir hjálp. Noreg og EU. Ekki gegn fjármálakrísunni eða yfirgangi Breta. Heldur gegn óhæfum yfirmönnum íslenska ríkisins sjálfs!

Ísland í Noreg/EU! Alþingi burt!

T


Starfsleit 3

Gengur ágætlega. Ég fékk þær fréttir áðan frá einni ráðningastofunni að ég er í lokaúrtakinu fyrir Lloyds og þeir taka ákvörðun á morgun eða hinn. Fyrir helgi sem sagt. Úúú komm on!

Fimm aðrar umsóknir eru out in the open. Ég hef ekki enn verið boðaður í nein viðtöl í þeim en það eru ennþá bara 2 vikur liðnar frá því ég byrjaði effektíft að leita að vinnu. Svo það er algjör óþarfi að stressa sig eitthvað.

Flytjum eftir tæpar 2 vikur á Wellmeadow Road.

Á milli þess sem ég sæki um vinnur og sinni Rannveigu hitti ég konuna mína milli þess sem hún kastar af sér skóladótinu og fleygir sér í djammgallann og heldur niðurí Soho :) Nei ok, hún er alltaf að læra. Fæn.

T


Viðtal & Becks

Viðtalið í gær gekk vel. Ég stóðst VBA prófið sem þeir settu fyrir mig. Svaraði og spurði réttra spurninga. Þannig að ég tel mig eiga fair chance á þessaru stöðu. Ef ég fæ hana ekki þá er það sennilega vegna þess að Spiderman og The Hulk voru að sækja um hana á sama tíma.

David Beckham er á leið til AC Milan á lánssamning. Ég tel þetta vera feil múv hjá honum. Hann á miklu frekar að fara til liðs sem er frambærilegt í þeirri deild sem það er. Lið sem hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað í heimalandi sínu. Meistarlið. Ég er að sjálfsögðu að tala um KR.

beckham-kr

T


Þrjár góðar fréttir

1. Viðtal no 2 hjá Lloyds á mánudaginn

lloyds-tbs

2. Fáum styrk (fátæklinga aðstoð) frá Breskum stjórnvöldum, þ.e. atvinnuleysisbætur. Jebb. Ég er formlega orðinn aumingi á sósíalinum :Þ

great_depression_photograph

3. LÍN peningarnir á leiðinni til UK á genginu 196kr pundið sem ég er stórhress með. Þegar IMF kemur með monnerinn sinn þá verður það sennilega skilyrði að íslensk stjórnvöld setji krónuna aftur á flot, sem þýðir (er ég hræddur) að gengið snarlækki niður í 300-400kr á pundið.

s_cash_notes1

T


sumarið 96

ohhh vá, ég er að skrifa ritgerð fyrir skólann....eða öllu heldur að þykjast skrifa ritgerð og þess í stað skoða youtube

Tobbi heldur því fram að þessi hljómsveit hérna eigi eftir að fylgja mér um ókomna tíð

takið sérstaklega eftir því hvað þeir eru gríðarlega sætir (þessi ljóshærði með potta klippinguna var uppáhaldið mitt) og með flott dansmúvv...þetta kemur mér sko klárlega í föstudagsfílinginn :D

S


My Dear Darling

Tekið úr Financial Times: 

Darling: "What about the depositors you've got who've got deposits in London branches?

Árni M: "We have the [deposit] insurance fund according to the Directive and how that works is explained in this letter (to the UK) and the pledge ofsupport from the government to the fund."

Darling: "So the entitlements the people have which I think is about £16,000, they will be paid that?"

Árni M: "Well, I hope that will be the case. I cannot state that or guarantee that now but we are certainly working to solve this issue. This is something we really don't want to have hanging over us."

T


LÍN & Dagvaktin

Stórgóðar fréttir!

Ég var að fá greiðslu frá LÍN í dag, sem ég hélt að væri bara formsatriði því ég hélt ég væri búinn að taka öll 400þús sem ég átti að fá hjá þeim fyrirfram. Nei. Fyrirkomulagið hjá þeim í LÍN er þannig að þegar þeir gera áætlunina miðað þeir bara við gengi pundsins á þeim degi þegar áætlunin er gerð. Núna í dag, þegar gengið hefur hækkað um 90%, greiða þeir svo actual greiðsluna, sem er þá 90% hærri! :) :) Við fengum því tæp 800þús frá LÍN.

Takist okkur að fá þennan pening færðan frá Íslandi, sem er mögulegt skv upplýsingum okkar frá Kaupþingi, þá þýðir þetta 2 extra mánuðir hér í UK sem ég fæ til að leita að vinnu. Eða langt fram í janúar. Góðar líkur á að við höfum það af hérna sem sagt!

Annað mun mikilvægara: Horfið á Dagvaktina. Strax. Núna.

T


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband