Færsluflokkur: Lífstíll

Fyrsta holl komið, næsta á leiðinni

Það var búið að klára allan músamatinn svo þær eru sennilega að djamma með lúsunum einhvers staðar í ræsunum þessa stundina. Nei Inga og Unnur, við ætlum ekki að joina þeim. Þær geta haldið sitt úldna partý með Leoncie tónlist án okkar.

 

Annars er það í fréttum að dömurnar mínar tvær eru komnar á klakann. Skilst víst að það að vakna kl 9:30 að morgni á Íslandi sé eins og að vakna um hádimma nótt! Ég hlakka mikið til að sjá liðið. Dagsskráin er mjög þröng að venju, gert verður heiðarleg tilraun til að hitta alla.

Sjáumst, T


Innflutningur framundan

Ég er farinn að hlakka til jólajólanna.

T


Síðasta kvöldmáltíðin

Herra músa-morðingi kom hingað til okkar í gær. Þetta er sérþjálfaður músahryllir frá Lewisham Concil sem notar aðeins nýjustu tækni og bestu verkfærin til að flytja mýsnar úr okkar heimi í þann næsta.

Hann setti upp 3 "gildrur", sem eru hálf-lokuð hólf eða box, full af yndislegum kræsingum og ljúffengum bitum. Ilmurinn er víst alveg ómótstæðilegur að sögn meira að segja vandlátustu músa. Það er bara einn galli. Maturinn er eitraður.

En maður getur þá allavega hugsað til þess að vesalings mýsnar fengu, áður en þær fóru yfir móðuna miklu, fullkominn kvöldverð, heimsins bestu kræsingar. Við getum því sofið rólega yfir jólin, hehe.

T


Sjúklingar og mýs

Hér á heimilinu er nú eintómt volæði og allir lagstir í bælið.... eða því sem næst. Tobbi náði sér í Lloyds flensu og smitaði svo mig, sem betur fer hefur Rannveig sloppið so far.

Rannveig er hins vegar aftur komin með astma púst, hún er búin að vera með hósta núna síðustu tvær vikur sem var bara ekkert að fara. Fórum loksins til læknis á mánudag sem vildi setja hana beint á púst, sérstaklega þar sem hún fékk RS vírusinn þegar hún var minni... þetta eru líklegast einhver eftirköst af honum, lungun eru veikari og ráða ekki við að losa sig við svona sýkingar. En sem betur fer á þetta nú að eldast af henni, ætti vonandi allt að vera búið svona um 5 ára aldur!

Flensa og volæði væri sko alveg nóg að berjast við en við familían höfum verið önnum kafin við músaveiðar undanfarið...og við höfum ekki þurft að leita langt...bara hérna í stofunni!

ojojojojojoj

sem betur fer er að koma hingað meindýraeyðir á föstudaginn, hann ætlar að taka mýsnar með sér á fallegan bóndabæ í sveitinni!!

 S


Rannveig

Fórum í foreldraviðtal í leikskólanum hennar Rannveigar um daginn. Fengum tilbaka skýrslu með þroska hennar og þvíumlíkt. Í henni var einnig tilvitnun  í Rannveigu. Eitthvað sem hún tjáði leikskólastarfsfólki oft og mörgum sinnum.

"Mummy and daddy go shopping - buying sweets"

Rannveig fær hér með ekki aftur nammi nema á non-leikskóladögum.


Breaking News

Þið getið tekið ró ykkar á ný. Þerrað tárin og andað léttar.

Við komum nefnilega til Íslands yfir jólin.

Ég kem föstudagskvöldið 19.des og verð fram á sunnudaginn 28.des. Sesselía og Rannveig koma til Íslands laugardaginn 13.des og verð eitthvað lengur. Við erum ekki búin að fastnegla þetta.

T


Komandi jól

Jólin eru ekki nándar jafn "merkileg" hérna í London eins og heima. Þá meina ég, það taka ekki allir sér frí, skreyta eins og þeir eigi lífið að leysa, og borða yfir sig af mat. Til dæmis er 24. bara venjulegur vinnudagur. Af þessum sökum frekar en öðrum er ólíklegt að við komum heim til Íslands um jólin. Það er bara of risky fyrir mann í minni stöðu að taka langt jólafrí. Sérstaklega þar sem Lloyds er að yfirtaka HBOS núna á næstunni, þannig að það verður brjálað að gera.

Þetta kemur allt í ljós í næstu viku.

En fari svo að við komumst ekki heim, þá stendur góðu fólki hér til boða rúm og gistingar yfir hátíðirnar :)

T


Flutningar og fleira

jæja, karlinn loksins farinn að gera eitthvað af viti og vinna fyrir mér! ætli ég geti ekki séð um bloggið svona í staðinn...

Við familían fluttum síðasta laugardag með hjálp góðra og umfram allt sterkra vina, takk Gauti, Þorgeir, Hringur og Vera :D Við erum sum sé búin að minnka við okkur, erum auðvitað að bregðast við kreppunni ógurlegu. Nýja íbúðin er í svona típísk bresk íbúð (lesist vel notuð), við erum með eitt svefnherbergi og svo lítið bað og eldhús og fína stóra stofu. Ansi lítið og svolítið troðið inni hjá okkur en það er bara kósí....

Ég var svo að skila hinni íbúðinni um daginn, hún var sko teppalögð alls staðar (nýja er bara með teppi á ganginum og svefnherberginu). Kadlinn sem á fasteignasöluna kom og var að taka út ástandið á henni....dirfðist til að hreyta í mig að ég hefð nú mátt þrífa ofninn betur og sturtuna líka...fussum svei, veit ekki betur en að það hafi verið eitthvað svo gott sem lifandi í ofninum þegar Tobbi tók við íbúðinni í fyrra.

og já, varðandi teppið þá kom þessi góða lína frá manninum "I can´t even begin to imagine what´s been going on, on the carpet". Mig langaði auðvitað mest til að segja honum sannleikann....að það væri siður á Íslandi að velta sér upp úr súkkulaði og appelsínudjús og rúlla sér svo um gólfin, það væri sko þess vegna sem menn væru með parket á íbúðunum sínum þar. Já og að dóttir mín væri sko búin að bæði pissa og kúka á fína teppið hans...múhahahaha!


Mein fjúrer

Íslendingar eru of miklir foringja dýrkendur að mínu mati. Davíð Oddson, Ingibjörg Sólrún og allir þessir gaurar í gamla daga líka. Einar Olgeirs, Bjarni Ben.

Ef Gordon Brown hefði verið forsætisráðherra á Íslandi þá hefði hann aldrei hugleitt það að segja af sér. Svoleiðis gera menn bara ekki á Íslandi.

T

Kristján: En er [þér] áfram sætt í byggingarnefnd leikhússins?
Árni: Nei, ég held að ekki bara út af þessu, heldur út af þessu fjaðrafoki öllu, þá held ég að sé eiginlega kominn tími á mig í byggingarnefnd Þjóðleikhússins.

Kristján: En fjaðrafokið er það ekki fyrst og fremst vegna þess að þú hefur kosið að segja fjölmiðlum ósatt?
Árni: Ég sagði ekki beint ósatt, ég sagði ekki allan sannleikann, en nú hef ég gert það.

Kristján: En þú sagðir að steinarnir væru á brettum út í bæ
Árni: Já, ég sagði það vegna þess að þegar maður gengur að lager hjá fyrirtæki sem selur þessa steina þá eru þeir geymdir þannig.

Kristján: En þeir voru í garðinum heima hjá þér!
Árni: Já

Kristján: Ekki á bretti út í bæ!
Árni: Nei

Kristján: En þú sagðir þjóðinni það í gær
Árni: Já, það er ósatt og það er ekki gott.

Kristján: Er þér þegar það er upplýst að þú segir þjóðinni ósatt, er þér sætt áfram sem þingmaður fyrir þjóðina?
Árni: Já, já ég held að það sé ekki þess eðlis þetta mál. Þegar standa öll járn á manni, þá reynir maður ósjálfrátt að víkja sér undan, og þetta er nú ekki alvarlegt.

Kristján: Þér finnst þetta ekki alvarlegt?
Árni: Nei, ekki stóralvarlegt, en ekki til fyrirmyndar
Árni Johnsen
 
— Úr viðtali Kristjáns Guy Burgess við Árna Johnsen alþingismann, í hádegisfréttum RÚV 16. júlí 2001


Lloyds TSB byrjað

Fyrsti dagurinn var á föstudaginn. Mikil verkefni og stíf vinna framundan. Þess á milli verður maður sennilegast bara að fara á æfingu eða hitta einhvern í lunch því internet aðgangur er mjög takmarkaður úti vinnu. Gmail, mbl eða facebook eru allt vefsvæði sem ég kemst ekki á í vnnunni :)

Ég lýsi því þar með yfir að yfirábyrgð með bloggskrifum á þessari síðu fara úr mínum höndum, mánudaginn 10. nóv, yfir til eiginkonu minnar Sesselíu.

T


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband