Færsluflokkur: Lífstíll
21.10.2008 | 08:29
Vísir punktur is
Þessa afskaplega fordómalausu og geðþekku setningu fann ég á Vísi:
"Alkunna er að Asíumenn láti dauðaóskir sínar í ljós með því að ganga berserksgang og myrða samborgara sína og oft sjálfa sig einnig."
JÁ! Það er hvorki meira né minna en alkunna að menn heimsálfunnar Asíu hafi þennan leiða sið. Okkur Vesturlandabúum þykir þetta sérstaklega leiðinleg staðreynd þar sem í Asíu búa um 4ma manns. Vó maður! Það þýðir heilmikið af dauðaóskum, berserksgangi og morðum á samborgara!
Vildi bara deila þessari skilningsríku fréttaumfjöllun Vísis með ykkur.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 15:24
Bragur Finnboga um Brown
Gullegg hafa glapið marga
gæsinni því kusum farga.
Þetta mun hin mesta smán
minn Gordon Brown.
Kaninn okkur keyrði í svaðið
klofdjúpt orðið grynnsta vaðið.
Elt mig hefur ólán
æ Gordon Brown.
Í Englandi höldar herða tök
hryðjuverk eru dauðasök.
Æpa margir arðrán
ó Gordon Brown.
Sæbarin húkir skáldaþjóð
soltnir yrkja atómljóð.
Yrkisefnið áþján
og Gordon Brown.
Við höfum stritað hundrað ár
hafið veitir gleði og tár.
Gefðu okkur glópalán
Gordon Brown.
Höfundur er Finnbogi Rögvaldsson, sjá hér. Hann er skyldur henni. Hann er móðurbróðurföðursystir hennar. Lifið heil.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 15:12
Wellmeadow Road 68A
Við erum núna búin að negla það. Við fáum afhenta íbúðina á Wellmeadow Road þann 6. nóv og flytjum úr Catalpa Court 11. nóv. Nýja íbúðin er mjög fín, nýuppgert klósett og eldhús með risastórum garði, en heldur minni en Catalpa Court. Gestirnir okkar verða því bara að sitja þröngt.
Við spurðum Rannveigu hvort við ættum að fá okkur kettling þegar við flytjum inní nýju íbúðina, þar sem gæludýrahald er ekki bannað. Hún hafnaði því, en bað þess í stað um að fá bleikan voffa.
T
Bætt við seinna: Hér má sjá Wellmeadow á korti, miðað við Catalpa.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 19:12
Starfsleit 2
Bætti einu ás við í dag og tvisturinn minn varð bónus-tvistur, þannig að núna hef ég 3 ása, 1 bónus-tvist.
Bónus forskeytið kemur til vegna þess að viðtalið hjá Lloyds gekk vel og ég er að öllum líkindum á leið í 2nd interview.
T
PS. Ingibjörg, má ég ekki birta kveðskap Finnboga hérna?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2008 | 23:17
Endalaust brauð
Eins og flest börn, þá vill Rannveig að maður skeri skorpuna frá mjúka brauðinu, þegar búið að er að rista það og smyrja.
En ólíkt venjulegum krökkum, þá er þetta gert fyrir hana, svo hún geti borðað skorpuna í friði frá bölvaða brauðinu, en ekki the-other-way-around.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 21:12
Starfsleit 1
Undanfarna daga hef ég varla haft undan því að svara spurningum um hvernig gangi, og til að gera mér lífið eilítið léttara þá vil ég skýra hér ferlið lítillega.
Starfsreyndir og merkilegir menn eru headhuntaðir, en fyrir svona unglinga eins og mig, þá gengur ferlið frá því að vera atvinnulaus yfir í að vera með atvinnu svona:
1. Senda út CV og umsóknir til ráðningastofa (agencies) og fá viðtal hjá þeim. Þar taka þeir prófílínn manns (menntun, starfsreynsla etc) og sjá svo um að auglýsa mann til banka og fyrirtækja.
2. Ráðningastofan setur upp viðtal milli mín og banka (eða fyrirtækis). Venjulega reddar stofan ekki nema 2 viðtölum á mann, því ef manni hefur ekki verið boðinn samningur eftir 2 viðtöl er maður bad-fish.
3. Bankinn (eða fyrirtækið) býður manni samning.
Ég er kominn með 3 ása, þar af var 1 að upgrade-ast í tvist í dag. Viðtal við Lloyds TBS á morgun.
T
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 19:14
Greed is good
Ég sá þessa ábendingu á mbl.is og ég bara vera að áframsenda hana hingað, here you go.
Wall Street er klassísk mynd frá 1987 og fjallar um hina ógeðfelldu hlið fjármálaheimsins. Leikur Michael Doglas í myndinni er frábær (hann hlaut óskarinn fyrir frammistöðuna). Takið hana á leigu núna, sennilega ekki hægt að finna betri tíma en núna til að rifja upp kynnin :)
Þeir eru að tala um að gera framhaldsmynd. Bíð spenntur.
T
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 18:15
FIFA 09
Gjörbreyttur leikur miðað við 08 eða 07. Helsta breytingin er að boltinn er núna orðin sjálfstæð eining í leiknum. Hann skoppar meira og staðsetning hans tilviljanakenndari, en í gömlu leikjunum þá einhvern veginn "festist" hann við leikmanninn.
Til allra hlutaðeigandi: kaupið hann núna!
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 00:14
Við ætlum að láta reyna á þetta
Samkvæmt því sem ég heyri frá vinum og fjölskyldu á Íslandi, þá er atvinnulífið heima (og þá sérstaklega fjármálageirinn) algerlega kominn í djúpfrystinn. Það er ekkert að gerast. Enginn að ráða. Mér er því ljóst að það bíður mín ekkert heima nema atvinnuleysisbæturnar.
Og jafnvel þó maður fengi vinnu þá fengi maður borgað fyrir hana í íslenskum krónum sem víst afskaplega verðlitlar. Húsnæðismarkaðurinn er í lok og lás, og að lokum er verðlag sennilega orðið svona 50% hærra en þegar við fluttum frá Íslandi.
Atvinnumarkaðurinn hér í London er töff en ekki ómögulegur. Það eru möguleikar á vinnu hérna og við ætlum, eins og fyrr sagði, að kasta teningnum. Testa þetta. Ég þarf heldur ekkert að einskorða mig við the financial sector. Í þessu árferði get ég hreinlega ekki leyft mér þann munað.
Með hörðum samdrætti í eyðslusemi okkar :) þá ætti lausafé staðan okkar að gefa okkur 1-2 mánuði hérna úti. Hluti af aðhaldinu er að flytja í minni og ódýrari íbúð - sem við gerum í lok mánaðarins. Vonandi verður hægt að finna vinnu á þeim tíma. Ég er að fara í viðtal hjá Loyds í þessari viku. Kannski komi eitthvað uppúr því.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2008 | 21:18
The Second World Depression
Ég held að þegar frá líður, eftir nokkur ár jafnvel, þegar kreppan er farinn og brjálæðislega íslenska bjartsýnin (og lántökurnar) aftur kominn á sinn stað, þá átti fólk sig á því að þetta tótal krass var óumflýjanlegt.
Ég á við, það er erfitt að sjá fyrir sér 2008 líða hjá með öllum sínum ósköpum, án þess að bankarnir færu í klessu. Kannski hefði verið hægt að redda þessu 2005/6 með einhverjum stórkostlegum lagasetningu. Eitthvað á borð við aðskilnaði viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfssemi, eða takmörk á efnahagsreikningi banka. Miklar áhættuhömlur og krafa um 30-40% lágmarks eignahlutfall (núna er það 8%).
En það hefðu allir mótmælt því af grimmd á þessum tíma. Kallað þetta óþarfa forsjáhyggju og heigulskap. Sagt að við værum að kasta ótrúlegum hagvaxta möguleikum frá okkur. Sem við hefðum vissulega verið að gera. Nei, íslenska bjartsýnin hefði aldrei leyft slíkar takmarkanir.
Íslenska bjartsýnin var fyrirfram dæmt til að hrapa í 2008 krassinu. The Second World Depression.
Sem betur fer koma þær bara á sirka 80 ára fresti :)
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)