Færsluflokkur: Lífstíll

Greiðslustöðvun

Þetta gekk ekki í þetta sinn.

Kaupthing Singer & Friedlander er alveg óver. Við sem störfuðum þarna, yfir 600 manns, erum nú atvinnulaus. Þessum tíðindum var að sjálfsögðu tekið að enskum sið, farið á pöbbinn (þeir bera það fram púúbb).

Þetta breytir að sjálfsögðu algjörlega okkar plönum. Við erum að ákveða hvað við gerum. Póstum niðustöður á næstu dögum.

T


Staðan hér í London

Ég ætla nú ekki að breyta þessari síðu í einhvert grenjuathvarf fyrir þunglynda, en mér þykir ég verða segja ykkur frá því að Landsbankinn hérna í London er í algjöru lausu lofti. Öll operation hér í London hefur verið stöðvuð (af FME, Fjármála eftirliti Íslands), og starfsfólk hefur ekki hugmynd hver sé stefnan. Margir vinir okkar Sesselíu vinna þarna.

Miðað við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar finnst mér líklegast að þeir selja allar eignir til að minnka efnahagsreikning LÍ (það þýðir basically, minnka LÍ), og leggi niður starfssemina. Mér þykir það afar miður.

Kaupþing Singer & Friedlander, eins og aðrar fjármálastofnanir í London, rær nú lífróður. Stefnan er skýr. Eins og fram kemur í fjölmiðlum, þeir verða að minnka, en lifa af fyrir vikið. Vonandi.

Nú vantar okkur smá dass af heppni. Koma svo! Áfram!

T


Breytingar framundan?

Við bíðum spennt eftir fréttum á Íslandi. Atburðir næstu daga gætu haft mikil áhrif á okkur hér í London. Við látum vita hvernig fer.

T


Nýtt líf

Nú er allt að gerast hjá okkur hjónum, Tobbi byrjaði í nýrri vinnu í gær og ég fór á fyrsta kynningarfyrirlesturinn í skólanum.

Það var mjög gaman hjá mér, ég hitti aftur nokkrar stelpur sem voru með mér í sumarskólanum og eru alla veganna 2 þeirra í sama prógrammi og ég.

Ég fékk svo skipaðan supervisor, það er svona prófessor sem hefur yfirumsjón með mínum ferli í skólanum. Hann þarf að samþykkja kúrsana mína og kemur til með að fara yfir lokaverkefnið mitt næsta sumar. Kadlinn sem ég fékk heitir Nicholas Barr....það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var auðvitað að gúgla hann ;) sá að hann er með nokkuð impressiv ferilskrá. Hefur verið hjá World bank og IMF (international monetary fund) svo hefur hann líka verið að aðstoða hinar ýmsu ríkisstjórnir við að búa til námsmanna lána kerfi , svona eins og LÍN, og lífeyrisplön. Er að fara á fyrsta fund með honum á eftir!

S


Landsbankadeildin 2008

Lokagraf mótsins:

landsbankadeildin 

Vesalings Keflvíkingarnir misstu þetta frá sér 10 mín fyrir lok móts. Maður hálfvorkennir þeim - Fimleikafélagið tók þetta fyrst og fremst á frábærri leikstýringu hjá þjálfara þeirra og KRingnum Heimi Guðjónssyni.

Fjórða sætið og bikarúrslitaleikur er ásættanleg niðurstaða fyrir KR. Við skoruðum 38 mörk í 22 leikjum miðað við 17 mörk í 18 leikjum - töluverð bæting. Ef við hefðum bara átt almennilegan striker þá hefðu við tekið þetta.

KR er 8-9 stigum frá titlinum í ár. Það eru sirka 2-3 sigurleikir. Segjum t.d. að við hefðum unnið annan af leikjunum við FH, jafnteflið við Keflavík hefði verið sigur, og við hefðum ekki tapað fyrir Grindavík suður með sjó heldur unnið þá, þá hefðum við tekið þetta. Þetta eru ekki svooo far fetched úrslit, er það?

En deildin er búin í ár. Ekkert meir fyrr en í maí. Bless.


One Tree Hill

Sorry, en ég bara hata þessa þætti aðeins of mikið. Fyrir utan kannski titillagið þá er þessi aulasería sem fjallar um ævintýri og vandamál vellauðugra unglinga í USA eitthvað það versta sem sjónvarpið hefur upp á að bjóða.

onetreehill

Í kvöld er því mikill gleðistund að vera vitni þess, að 2 síðustu þættirnir eru sýnir á E4. Aldrei meira. Aldrei aftur.

T


Bath

Heimsóttum baðsteina borgina í vikunni. Hún er 90% byggð úr baðsteini (svona gul-hvítum steini) sem unninn var úr námum í grennd við borgina. Þetta gefur henni gríðarlega fallegan sjarma, ákveðinn karakter, sem maður gleymir ekki.

Ekki spillir að B&B-ið okkar var ofarlega í brekkum Bath þannig að við fengum útsýni yfir alla borgina á meðan við dvöldum þarna.

Bath

Rajpoot heitir indverskur staður þarna. Besti indverski matur sem ég hef smakkað - og ég hef smakkað hann á nokkrum stöðum. Slær Brick Lane til að mynda gjörsamlega við, enda hefur hann unnið til margra verðlauna undanfarið. Mæli sterklega með þessum.

T


Rannveig hjólari

Það gekk erfiðlega að kenna Rannveigu í dag að hjóla og þegar fylgdist ekkert með mér og starði bara á einhverja krakka þarna nálægt sagði ég við hana:

"Hættu að horfa á strákana Rannveig, horfðu á pabba!"

Datt í hug að þetta er sennilega ekki í síðasta sinn sem ég segi þessi fleygu orð :)

T


Landsbó sept 2008

FH tókst kannski að tefja titilfögnuð Keflavíkur í gær með því að sigra þá 3-2 en ekki meira en það. Fimm stig skilja liðin að, á meðan Kef á 1 leik eftir (gegn Fram) og FH tvo (Breiðablik & Fylki). Kef nánst nægir jafntefli (vegna hagstæðari markatölu. Titilinn fer til krummaskuðsins keflavíkur í ár.

KRingar eiga mjög góðan séns á evrópusætinu og ég er talsvert hissa á því. Bjóst ekki við að þeir hefðu hungur í að berjast við það. Við þurfum bara að leysa það auðvelda verkefni að taka valsara í bakaríið í hlíðarenda (ekki verra ef við gætum toppað 9-1 sem við gerðum '92) og Frammarar mega ekki vinna Keflavík.

HK og ÍA fallið eins og menn gátu gert sér grein fyrir strax í júní. Í fyrsta lagi þá átti HK aldrei að vera í deildinni í ár. Þeir héngu í henni í fyrra útaf tæknilegu atriði - aðeins 1 lið féll, þannig að HK sem endanði í 9. sæti hélt sæti sínu. Hvað ÍA varðar, þá grunar mig að Gaui hafi náð að rústa öllu því sem var þarna með framferði sínu núna síðustu 2 árin.

 landsbankadeildin

T


Viðburðarík helgi

Ég skilaði ritgerðinni á föstudaginn og er þar með kominn í 2 vikna frí. En 1. okt byrja ég að vinna hjá Singer&Friedlander. Ég ætla nota þann tíma til að sökkva mér ofan í FIFA, bjórþamb, leti og aðra ómennsku því tengt.

Á laugardaginn fór ég ásamt Hring og Skúla Hauki á West Ham - Newcastle : 3 - 1. Sesselía reddaði okkur miðum í Penthouse suite - og vá - þetta var geðveikt. Lax og kræklingar í forrétt, tómat lamb í aðalrétt, eplakaka í eftir, bjór og vín að sjálfsögðu með (allt borgað af Landsbankanum). Svo þessi 4 marka leikur í brillíant veðri - og okkar menn náttla á skotskónum gegn Michael Owen og hinum vitleysingunum.

Fabio Cappello var alltaf mjög kurteis maður þau skipti sem við ræddum saman.

Sunnudeginum var eytt í Legoland - og Rannveig skemmti sér ef eitthvað betur en í fyrra skiptið. Aftur mjög heppin með veður.

T


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband