Færsluflokkur: Lífstíll
18.9.2008 | 14:24
Kennari, MSc ritgerð og KR
Guardian segir frá því að töluverður straumur sé úr bankageiranum yfir í kennarastéttirnar. Ég er ekki hissa á því. Áður en ég vissi hvað banki var, þá ímyndaði ég mér alltaf að á endanum yrði maður kennari, stærðfræðikennari í MR eða álíka.
Á morgun fer ég útí skóla að afhenda ritgerðina formlega til deildarinnar. Þá er úti síðasti séns að leiðrétta mögulegar villur og þvíumlíkt. Eitt er á hreinu, það er ekki séns að ég ræði eða skoði ritgerðina á neinna hátt eftir að ég er búinn að skila henni.
Stóra spurning kvöldsins er hvort KRingar senda Skagann niður í kvöld, hmmm. Tengdó er gamall Skagamaður svo ég vil ekkert vera með blammeringar - en það er alveg á hreinu, að við þurfum á öllum 3 stigunum að halda, viljum við eiga séns í evrópusætið. Frammarar völtuðu yfir Fimleikafélagið í gær svo við megum af engu missa.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 18:51
Danir smanir
Hvergi nema á Íslandi sér maður svona fréttir, hehe.
Það er verðugt rannsóknarverkefni að kanna það hvort kæti þjóðina okkar meir: góður árangur okkar manna eða tapsæri Dana.
Ætli það sé ekki svona 50/50 :)
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 11:34
Ritgerð & Bath
Ritgerðin er klár og verður afhent deildinni á föstudaginn. Ég held hún hafi bara tekist ágætlega - ómögulegt að segja fyrr en maður fær einkunnina. Hún fjallar um hvernig hægt er að búa til mælikvarða á seljanleika áhættu.
MOP hennar Sesselíu eru á leiðinni til Konunglega heimsveldissins á föstudaginn kemur, verða hjá okkur yfir helgina, fara til Bath yfir vikuna, og koma svo til okkar í helgi nr 2.
Við familían erum svo að fara í frí í næstu viku. Sesselía hættir hjá Landsbankanum þriðjudaginn 23. sept og við stefnum svo á að heimsækja Árna og Imbu í Bath og kíkja á rómversku fornleifarnar og hafa það kósí.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2008 | 10:05
Hvar varst þú þegar Lehman varð gjaldþrota?
Fjármála sérfræðingar hér í London og New York eru nú að ræða hvort fall Lehmans í gær, og samruni Meryll við Bank of America um helgina, sé byrjunin að endalokum svokallaða broker-dealer módelsins.
Það sem þeir meina er að fjárfestingabankar (eins og Lehman, Meryll og Bears Sterns sem allir eru horfnir af sjónarsviðinu) stunda þessa broker-dealer starfssemi. Þetta eru ekki stórir viðskiptabankar með miklar innistæður frá viðskiptavinum, heldur treysta þeir á hreina fjárfestingastarfssemi, skammtímalán, tryggingar fyrir afleiðusamningum og þess háttar, fyrir langtíma fjárfestingar.
Þeir eru oft á tíðum gíraðir lengst upp í himinn. Að gíra sig merkir að þenja út fjárfestingaféið þitt með lánum, t.d. ef þú átt 100kall, þá geturðu sett það að veði fyrir lán að upphæð 1000kall. Þannig hefurðu gírað þig um 10x. Svo þegar fjárfestingarnar þessara banka að baki fara að hrapa, fer lánarinn þeirra að kall eftir frekari veði, sem hefur í för með sér frekari verðrýrnun á eignum bankanna og svo framveigis, þar til ekkert er eftir nema bankrupcy.
Eftir standa Goldman Sachs og Morgan Stanley í USA. Fara þeir líka? Og fyrst Lehman gat farið svona, hvað með íslensku fjárfestingabankana, t.d. Exista?
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 20:49
Lehman Brothers
Fimm þúsund manns sem venjulega er í þægilegri innivinnu hér í London sat á knæpunni í dag og súpti bjór. Lehman Brothers sagði upp 5000 manns hér í London og um 25000 world wide.
Það er óhætt að segja að það er ákveðið panik ástand yfir fjármálaheiminum í dag.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 10:08
Oh dear god
Bears Sterns, Northern Rock, Meryll Lynch, Lehaman Brothers.
Allir þessir risar farnir á hausinn (eða svo gott sem). Taka þeir fleiri með sér í fallinu? Þetta eru RISA RISA fyrirtæki.
Fréttamenn á Íslandi tala margir um að botninum sé núna náð og brátt fari verðbólga að hjaðna og allt kemst á réttan kjöl innan 6 mánaða. Hér í UK tala menn um að það slakni ekki á kreppunni fyrr en eftir amk 18-24 mánuði.
Ég held bresku miðlarnir séu nær raunveruleikanum.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2008 | 09:55
Sarah Palin
Ég hafði heyrt og lesið um að hún væri svolítið kreisí. Ofsatrúuð íshokkímamma var lýsingin sem ég man best eftir. En aldrei gerði ég mér grein fyrir aggresífu utanríkisstefnu hennar.
Verði hún og McCain kjörin þá tel ég víst að við munum sjá nýtt kalt stríð eða a.m.k. mjög erfiða sambúð austurs og vesturs.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 09:01
Tap gegn Skotum
Af því sem ég heyrði af leiknum (RÚV sýndi hann náttúrlega ekki á netinu) þá var Kjartan markvörður að gera gloríur í gærkvöldi líkt og gegn Norðmönnum - að þessu sinni kostaði það ekki mark. Svo var þetta klárlega víti á Íslendinga - það er ekkert hægt að væla í dómaranum útaf því.
Það er erfitt að vinna í fótbolta þegar þú gefur víti í hverjum einasta leik.
En það er allavega alltaf nóg af mörkum í leikjum með íslenska liðinu sbr. eftirfarandi tölfræði:
Lið mörk í leik að meðaltali
Noregur 4.0
Ísland 3.5
Holland 3.0
Skotland 2.0
Makedónía 2.0
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 08:56
Flutningur samþykktur 2
Já eins og Tobbi "sagði" þá fékk ég flutninginn minn samþykktan, er núna skráð í MSc in European Political Economy og byrja í skólanum í október! jeiiii
hér er linkur á LSE og lýsingu á náminu mínu :)
http://www.lse.ac.uk/collections/europeanInstitute/study/InformationforProspectiveStudents/DegreeProgrammes/MScEuropeanPoliticalEconomy.htm
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 20:43
Flutningur samþykktur
Sesselía komst í LSE eins og allir vita. Venjan þegar menn sækja um í skóla eins og LSE er að velja 2 prógrömm, fyrsta og annað val. Sesselía komst auðvitað í fyrsta valið sitt en eftir sumarskólann í ágúst komst hún að þeirri niðurstöðu að val nr 2 sé áhugaverðara og hún sótti um flutning yfir í það.
Sá flutningur var samþykktur í dag. Mikil gleðitíðindi.
Annars bara same old af okkur að frétta. Vinna, ritgerð, Rannveig á leikskóla.
T
PS. Þið haldið þó ekki í alvöru að Íslendingar eigi séns Skotana, kommon!?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)