Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 20:29
Londonlíf no. 343
Löngu kominn tími .. já já ég veit.
Ég var að hlaða upp massa mikið af myndum á netið. Þær eru geymdar á Barnalands síðunni hennar Rannveigar, sjá hér. Ef þið eruð ekki með lykilorðið þá sendiði okkur Sesselíu bara línu og við kippum því í laginn.
Staðan okkar hér í London er góð. Hvað svo sem fréttirnar á Íslandi segja um England, þá er ástandið hérna bara sæmilegt, og fer batnandi nota bene. Menn eru loksins farnir að horfa til framtíðar. Ég er samt ekki enn kominn með fasta stöðu hjá Lloyds - og ekki líkur á að það gerist í bráð. Þeir rúlla örugglega samningnum bara áfram næstu mánuðina.
Afmælið hennar Rannveigar eru að koma í næstu viku 5. mars fyrir þá sem ekki muna!! Við foreldrarnir erum að spá í að gefa henni "tvíhjól" eins og Sesselía kallar það - en það er í raun algert rangnefni. Fjórhjól væri rétt nafn á þetta, því við erum að tala um venjulegt 2-hjól með hjálparadekkjum (+2 hjól ekki satt)?
Keyptum okkur Guitar Hero World Tour um daginn .. úff. Þvílíkt gaman. Ég skora á hvern þann sem þorir að koma til London í keppni - og horfa á hann gráta, múhahaha.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 21:07
Cumberland Lodge
Jæja, þá er ég komin heim úr þriggja daga workshopi (fylleríisferð) með skólanum. Þetta var sum sé workshop á vegum stofnunarinnar sem prógrammið mitt er í - European Institute. Við fórum til Cumberland Lodge http://www.cumberlandlodge.ac.uk/ sem er rétt hjá Windsor (þar sem drollan býr) og hlustuðum á fyrirlestra um "the financial crisis".
Það komu margir mjög skemmtilegir lesarar, til dæmis Jón Daníelsson (ég fékk mikla athygli eftir fyrirlesturinn hans) Willem Buiter (sem er td búin að vera eitthvað að vesenast á Íslandi) og svo fengum við líka einn af aðal ráðgjöfum Gordons Brown í heimsókn. Að lokum verður að nefnast að það voru gríðarlegar skemmtanir bæði kvöldi sem við vorum í kastalanum........ég er enn að jafna mig!
Eini gallinn við alla þessa fyrirlestra er að þeir gerðu mann rosalega svartsýnan, allir kallarnir vildu meina að við værum ekki komin á botninn á krísunni...yrði líklega fyrri part sumars. Auðvitað lítið sem maður getur gert í því....
Annars er Rannveig opinberlega orðin snillingur núna :D Kennararnir á leikskólanum tóku Tobba tali í gær og voru að segja hvað þau voru impressed yfir því að hún kunni stafinn sinn og að hún þekki nafnið sitt þegar það er skrifað. Hún kann núna stafinn sinn R og minn S og Tobba T/Þ. jú og hún veit að Árna afa stafur er A ;) svo veit hún líka að Natalie (aðal kennarinn hennar) á N. Hún er víst eina á deildinni sinni sem kann stafina eða hefur áhuga á stöfunum
smá mont hér.....hehe
S
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2009 | 14:12
the sun
Lenti í örlítið óþægilegu atviki í morgun í lestinni.....
ég sum sé settist á milli tveggja karlmanna sem voru að lesa dagblöð, í sjálfu sér mjög saklaust. Þegar ég var búin að koma mér vel fyrir sá ég að þeir voru að lesa "the Sun" sem er svona slúðurblað, ekki ósvipað DV heima. Nema hvað að auðvitað voru þeir báðir með opið á blaðsíðunni þar sem er alltaf berbrjósta kvenmaður!!!
ég er kanski orðin of mikil tepra en mér leið ekkert allt of vel í stútfullri lest sitjandi á milli tveggja karla sem voru að skoða berar stelpur :/
S
viðbót...
þetta var greinilega dagurinn : sitjum hliðina á Sesselíu og skoðum berar konur. Maðurinn sem sat hliðina á mér á heimleiðinni var nefnilega líka að lesa þetta ágæta blað...og að sjálfsögðu með opið á nöktu dömunni mest allan tíman
Lífstíll | Breytt 5.2.2009 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 09:25
Snjórrrr
jebbs, það er allt á öðrum endanum hér í London og UK núna. Við vöknuðum í gærmorgun og sáum að það var svona 15cm snjór úti. Tobbi ákvað nú samt að athuga hvort að lestin gengi uppá að komast í vinnuna......hann kom heim hálftíma síðar með þær upplýsingar að það væru engar lestir hjá South eastern (lestirnar sem við tökum til að komast niður í central L) og heldur engir strætóar.
Hann komst nú samt á endanum í vinnuna, gekk í einn og hálfan klukkutíma að næstu opnu neðanjarðarlestarstöð og gat tekið hana áleiðis, gekk svo aftur í einhvern hálftíma að vinnunni.
Leikskólinn hjá Rannveigu var lokaður, starfsfólkið komst ekki í vinnuna og allri kennslu í skólanum hjá mér var aflýst - í gær og í dag. Við Rannveig höfðum það sum sé náðugt í gær (og stefnum á svipað í dag). Ég vildi auðvitað fara út og leika í snjónum í gær....dró greyið Rannveigu útí Mountsfield garðinn sem er hér nálægt og ætlaði sko aldeilis að búa til snjókall og fleira skemmtilegt....
Rannveig var ekki sammála og var skíthrædd og taugatrekkt útaf öllum snjónum, kornið sem fyllti svo ofsa hræðslu mælinn hennar var þegar ég fleygði mér í snjóinn og gerði snjóengil....barnið trylltist af hræðslu og lyppaðist niður :( ég að sjálfsögðu hló smá en mér var ekki hlátur í hug 20 mínútum seinna þegar ég var loksins komin með hana heim (þurfti auðvitað að halda á henni alla leið) og hún var ennþá grátandi. Eftir þessa svaðilför þá bað hún um að fá að leggja sig og svaf í 2 klukkutíma.
eeen Við gerðum aðra tilraun seinna um daginn og þá bara í litla garðinum okkar, það gekk miklu betur og bjuggum við til svaka fínan snjókall og nokkra snjóengla.
Það verður að segja að það er ofsa kósí að fá bara frí í vinnunni og skólanum þegar það kemur smá snjór ;) í dag er til dæmis sól og heiðskírt og snjór....bara næs
S
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)